þessi gullni meðalvegur….

ég virðist eiga frekar erfitt að fara milliveginn í sambandi við matarræði og hreyfingu. Annaðhvort mæti ég í ræktina 4-6 sinnum í viku og borða ekkert nema kjúklingabringu, túnfisk og eggjahvítur+ grænmeti eða þá að ég mæti sjaldan eða ekkert í ræktina og lifi á sætabrauði, snakki, nammi og ís.

Þetta er nú kannski aðeins ýkt hjá mér, en í grófum dráttum þá er þetta rétt. Ég hef nokkrum sinnum ætlað að taka mig á en detta ekki inn í “öfgarnar”. Ætlaði að fara í ræktina ca 3-4 sinnum í viku, borða bara “venjulegan” heimilismat (sem er reyndar misjafnur eftir heimilum), borða bara það sem hinir í fjölskyldunni eru að borða en fá mér kannski aðeins minna á diskinn og stækka grænmetishlutann á disknum. Þetta virðist bara ekki vera nóg fyrir mig því ekkert gerist! Ég bara stend í stað, jafnvel þyngist ef eitthvað er. Þegar ég hef verið að ná sem mestum árangri hef ég verið að elda sér fyrir mig og eitthvað annað fyrir restina af familiunni. Þetta er svona hálfgert “allt eða ekkert” dæmi :/

Þar sem það styttist ótrúlega í utanlandsferðina og að ég þyngdist í síðustu viktun, hef ég ákveðið að herða á matarræðinu hjá mér. Nú verður ekkert gefið eftir. Til að halda mér við efnið hef ég ákveðið að setja allt sem ég borða hingað inn á síðunna, ég gerði sér síðu fyrir það hérna fyrir ofan. Ég ætla mér ekki að þurfa að setja inn eitthvað sukk þannig að það er eins gott að standa sig.

Svo ef þið eruð með einhverjar góðar uppskriftir eða hugmynd af góðri og hollri máltíð, eða hafið einhverjar skoðanir á því sem ég mun koma til með að borða, þá bara endilega látið í ykkur heyra :)

kv. tone

Jæja, það var vigtun í morgun. Ég verð nú að viðurkenna að ég var alls ekki ánægð. Að sumu leiti átti ég von á þesu en samt ekki að þyngjast svona mikið. Í síðustu viku var ég 73,3 kg í morgunn var ég 74,9 kg. Þannig að ég er búin að þyngjast um 1,6 kg !!!! Reyndar þá fór ég í fitumælingu og ummálsmælingu og ég var búin að missi nokkra cm og fara niður í fituprósentu (frá því fyrir 4 vikum)Einkaþjálfarinn sagði að þetta væri að hluta til vökvasöfnun. Ég virðist eiga mjög auðvelt með að sveiflast upp og niður í þyngd. T.d á vigtinni minni hérna heima, sem er ekki tölvuvigt, var ég 76 kg í gærmorgunn en 74,5 í morgunn, þannig að samkvæmt henni var ég búin að missa 1,5 kg frá því í gær (eins gott að það var ekki formleg vigtun í gær ;-)

Helgin var samt ekki þetta slæm hjá mér. Aðalmálið var að ég borðaði frekar óreglulega þar sem ég var á svo miklu flakki. Ég fór meira að segja í tvöfaldann tíma á laugardaginn, bæði body attack og body pump.

Ég verð bara að taka mig betur á. Þýðir ekkert að væla yfir þessu, verð bara að snú við blaðinu og standa mig betur í næstu viku.

Ef það er einhver sem á sniðuga matseðla eða góðar uppskriftir, þá megið þið alveg deila þeim með mér ;-)

kveðja

tone

vigtun í morgun.

jæja þá er kominn þriðjudagur. Ég fór í morgun í vigtun, niðurstaðan var -300 gr, var í síðustu viku 73,6 kg en var í morgun 73,3 kg.

Ég var nú að stefna á að missa 500 gr en ég verð bara að halda í þá von að ég hafi verið að bæta á mig vöðvum ;-)

Ég hef verið nokkuð dugleg að mæta í ræktina, það er sér síða hérna til hliðar þar sem ég skrái hreyfinguna.

Ég ætla að reyna að passa matarræðið betur þessa vikuna, síðasta vika var ágæt en samt voru nokkrar freistingar sem ég stóðst ekki. Það er svo auðvelt að sannfæra sjálfan sig þegar manni langar í eitthvað, ótrúlegt hvað er er hægt að blekkja sig. Ég er algjör snillingur í því, svo er maður varla búin að kyngja þá kikkar samviskubitið inn og allt fer í klessu.

jæja læt þetta duga í bili.

kveðja tone

Helgin

jæja þá er helgin að verða búin. Mér hefur alltaf fundist þær erfiðastar, þá er maður ekki í þessari vanalegu rútínu og erfiðara að standast freistingana.

Þessi helgi var þokkaleg hjá mér. Ekki sú besta en samt ekki sú versta ;o)

Ég þarf að fara að skoða betur öll þessi matarprógrömm sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina, það gengur miklu betur hjá mér ef ég er búin að plana hvað ég ætla að borða fyrirfram. Þá fer maður ekkert að pæla í hvað maður ætti að fá sér að borða, það er bara ákveðið.

Það er alltaf viktun hjá einkaþjálfara á þriðjudögum. Síðast var ég 73,6 kg, ég stefni á að vera 73,1 kg á þriðjudaginn. Það gæti vel verið að ég nái því en ég er ekki örugg um að það takist. Markmiðið mitt er lámark 0,5 kg á viku :o )

Ég er að hugsa um að verðlauna mig þegar ég er komin niðurfyrir 70 kg.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir hvað ég ætti að gera, kannski fara í nudd?

 Kveðja tone

markmiðið mitt 4 kg á 8 vikum

Ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta blogg var aðallega fyrir mig sjálfa. Ef ég skrifa niður hvernig ég er að standa mig þá kannski hef ég betri yfirsýn yfir átakið. Vonandi verður þetta líka hvetjandi þar sem ekki vill maður þurfa að skrifa um þegar maður er að svindla ;o) Ég ákvað það í byrjun að skafa ekkert af því ef ég er ekki að standa mig, hef oft gert það, bara sagt frá þegar vel gengur.

Gærdagurinn var þokkalegur. Eins og svo oft áður byrjaði dagurinn vel en endaði illa. Ég vaknaði kl 5:20 og fór í ræktina. Borðaði frekar hollt í morgunmat og í hádeginu, en mistöin sem ég geri of oft eru þau að ég gleymi svo að borða í kaffitímanum. Kl 16:30 þegar ég er búin að vinna fatta ég hvað ég er svöng, þá oftast ekkert búin að borða frá því í hádeginu og gríp það næsta sem ég finn, sem er oftast eitthvað óhollt :o / Eftir það missi ég mig í sukk, eins og í gær, kvöldmaturinn var pulsa og kók (light reyndar) og svo var kvöldsnakkið daim toppur. Aðvitað veit ég alveg hvað það er sem ég að gera vittlaust, búin að fara á átaknámskeið og í hópþjálfun til einkaþjálfara og á þónokkur matarprógrömm upp í skáp. Vandamálið er að fara eftir þessu. Alltaf ætla ég að gera betur á morgun en samt endar þetta alltf í sama farinu, fyrirpart dags = rosa flott og hollt, seinnipart dags = spring og borða allt það óholla sem ég neitaði mér um fyrripartinn.

En í dag ætla ég að standa mig. Daguinn so far er búinn að vera fínn, það eina er að ég svaf yfir mig í morgun og er þess vegna ekki búin að æfa neitt í dag, ætlaði að fara í body attack. Ég veit ekki hvort ég kemst á æfingu í kvöld, ég tek þá bara betur á á morgun í ræktinni. Ætla bara að einbeita mér ennþá betur að matarræðinu. Ég veit að vandamálið hjá mér er ekki hreyfingin heldur maturinn!

Gulrótin mín að þessu sinni er utanlandsferð. Ég er að fara til útlanda 21. júlí, mig langar til að vera komin í betra form þá. í dag eru nákvæmlega 2 mánuðir þangað til og ekki seinna vænna en að fara að standa sig og hætta þessu væli um að ekkert gangi ;o)

Markmiðið mitt er að missa  ½ kg á viku eða um 4 kg áður en ég fer út. Þá ætti ég að geta verið komin niður í 69,6 kg eða nýjan tug :o ) En mig langar ekki til að vera einhver mjóna með engar línur, ég vil vera hraustleg og með vöðva.

þyngdarsagan mín

jæja þá hef ég ákveðið að gera blogg um mína eilífu baráttu við þyngdina.

Ég hef alltaf verið frekar þétt í vextinum, bara mis þétt hehe. Ég hef léttust verið 60 kg og þyngst 103 kg (nema þegar ég var ólétt fór ég upp í 112 kg) by the way ég er 166 cm a hæð.

Ég var um 60 kg árið 1996, um 1997 byrjaði ég að þyngjast, ég man hvað mér fannst það hræðilegt þegar ég varð 70 kg og þá skellti ég mér á Herbalife. Ég léttist reyndar aftur og vorið 1998 var ég 63 kg og nokkuð sátt bara. Búin að vera í “megrun” allan veturinn og komin með leið á því.

Þessi þyngd varði reyndar ekki lengi og veturinn eftir var ég búin að bæta þessu öllu á mig aftur og rúmlega það. Ég man að sumarið 1999 var ég um 72 kg. Ég varð það ár ólétt af mínu fyrsta barni og blés út á meðgöngunni. Ég átti fullkominn dreng í maí árið 2000. Þegar ég gekk út af fæðingardeildinni var ég 85 kg og ekki mjög sátt við þá tölu.

Um áramótin 2000-2001 ákvað ég að gera eitthvað í þessu. Ég bjó á þeim tíma í sveit og langt var í næsta þorp, úrvalið þar af ferskum ávöxtum og grænmeti var ekki mikið, þess vegna ákvað ég að fara aftur á Herbalife og út að labba með barnavagninn þegar veður leyfði. Þetta virkaði ágætlega og þyngdin byrjaði að fara niður. Um vorið hætti ég á Herbalife, var bara komin með ógeð af því en hélt bara áfram að borða hollt. Ég var komin niður í 66 kg í september 2001, ég var að fara til Portúgals og bara mjög ánægð. Búin að missa 19 kg frá áramótum, gat nú ekki annað en verið sátt við það :o )

En eins og áður þá gat ég ekki haldið þeirri þyngd. Það er eins og ég reyni og reyni að komast í ákveðna þyngd, svo þegar það gerist þá hætti ég bara að passa mig og verð kærulaus. Þyngist þá auðvitað aftur og allt fer í sama farið. Markmiðið var alltaf að líta vel út fyrir utanlandsferðina, svo þegar ég kom aftur heim þá byrjaði ég að þyngjast. Ég setti nýtt met í að þyngjast þennan veturinn. Ég fór úr 66 kg í 85 kg.

Ég stóð í stað í 85 kg og var í þeirri þyngd í eitt ár eða til 2003, þá fór ég að þyngjast enn meira. Ég fór alveg upp í 93 kg. Það sem mér hefur alltaf þótt leiðilegast, allavega svona eftir á, er að ég var í þeirri þyngd þegar ég gifti mig. Ég tók mig reyndar aðeins á en ekki með miklum árangri, fór mest niður í 82 kg.

Sumarið 2004 var ég 85 kg og þá varð ég aftur ólétt. Fyrri sagan endurtók sig og ég blés út, þyngdist miklu meira en eðlilegt getur talist á meðgöngu. Rétt áður en ég átti var ég 112 kg. Þegar ég gekk út af fæðingardeildinni í febrúar 2005 var ég 103 kg. Ég hafði aldrei áður verið svona þung.

ég var að vonast til að þetta myndi “renna af mér” á meðan ég var með stelpuna mína á brjósti, það gerðist ekki. Í apríl 2005 ákvað ég að reyna að breyta um lífstíl, fór að huga betur að matarræðinu og fór að fara út að labba með vagninn. Þá var ég 101 kg, aðeins 2 kg léttari en ég var í febrúar.

Þetta var alveg að ganga upp hjá mér og í júlí ákvað ég að kaupa mér kort í líkamsrækt. Ég fór á 2 átaksnámskeið og eftir þau hélt ég áfram að mæta í ræktina reglulega. Þyngdin var á hraðri niðurleið og ég var orðin 82 kg í lok október. Þá var ég búin að missa 19 kg á 7 mánuðum.

Ég hélt áfram að léttast þennan vetur og var komin niður í 74 kg um sumarið 2006. Þá var ég búin að missa 27 kg frá því í apríl 2005. Ég var mjög ánægð með það og leið vel, en vill maður ekki alltaf meira…..

Ég hélt áfram að fara í ræktina allan næsta vetur (2006-2007), í maí 2007 var ég komin í 69 kg. Ég náði ekki að halda því lengi en það má segja að alveg síðan þá er ég búin að vera að rembast við að komast aftur niður fyrir 70 kílóin. Ég er búin að vera að sveiflast upp og niður í þyngd, ég hef farið mest upp í 77 kg en líka aftur niður í 70 kg. Á þessu bili hef ég verið föst á síðan í maí 2007 eða í 1 ár.

Ég er í dag 73,6 kg. Mig langar til að vera á bilinu 60-66 kg. Það er nú ekki svo mörg kg eftir en þau virðast ætla að halda sér fast :o /

Kv. tone

Fyrsta færslan

Velkominn í bloggið þitt á Blogg.is. Þetta er fyrsta færslan þín sem þú getur breytt (eða eytt). Byrjaðu að blogga!