verðlaunin mín….

jæja ég er búin að ákveða hvað ég ætla að verðlauna mig með ef ég næ mínum markmiðum.

1. okt = 74 kg     þá ætla ég að kaupa mér nýjan bol í ræktina

1. nóv = 72 kg     þá ætla ég eð leyfa mér að fara í brúnkusprey fyrir ákveðinn hitting sem ég er að fara í nóvember

1. des = 69,9 kg     þá ætla ég að kaupa mér flotta skó

ákveð svo restina seinna.

Ég léttist reyndar bara um 200 gr í þessari viku :-( en ég er allavega ekki að þyngjast.

Þessi helgi var frekar slæm matarræðislega séð, fór út að borða á föstudaginn, í bakarí á laugardagsmorgunninn, í matarboð á laugardagskvöldið og fékk mér þá líka í glas. Fór svo á American style í hádeginu á sunnudeginum og fékk mér hamborgara og franskar. Þannig að ég ætti nú bara að vera fegin að hafa ekki þyngst ;-)

Er dugleg í ræktinni og er að taka mig í gegn í matnum er búin að lofa sjálfri mér að vera búin að léttast meira í næstu viku, enda styttist í 1. okt ef ég ætla að ná markmiðinu mínu.

kv. tone

3 ummæli

 1. 23. september 2008 kl. 14.48 | Slóð

  Þú ert alltaf svo dugleg og nær þessu örugglega. Gangi þér vel.
  Kær kveðja Lilat.

 2. 23. september 2008 kl. 19.28 | Slóð

  þú stendur þig alltaf vel. og mér finnst þessi listi þinn geggjað sniðugur. þarf að skoða að búa til svona lista ;)

  haltu áfram á þessari frábæru braut sem þú ert á. svo stolt af þér :D

 3. 26. september 2008 kl. 11.13 | Slóð

  Það er svo hvetjandi, þegar maður hefur svona gulrót fyrir framan sig! :)