úff hvað er erfitt að byrja aftur….

að koma sér aftur í gírinn er ekkert smá erfitt, en það hefst fyrir rest.

Ég mætti í ræktina á manudagsmorguninn, lyfti eftir prógramminu og tók svo 20 mín brennslu á eftir.

í gær ætlaði ég að fara eftir vinnu en fór ekki :-/ en ég fór í morgun og tók vel á því. Mætti extra snemma til að vera búin að lyfta áður en handboltaleikurinn byrjaði skellti mér svo á brettið og skokkaði þar á meðan 1 hálfleikur var, náði tæpum 5 km :-)

Í leikhlé dreif ég mig heim í sturtu og horfði þar á seinni hálfleikinn, var svo spennt :-)

Matarræðið hefur verið ágætt, ekki eins gott samt og ég hefði viljað en samt miklu betra en það var í sumarfríinu.

Nú þarf ég að fara að setja mér nánari markmið fyrir veturinn, ætla aðeins að pæla í því og set þau örugglega inn í næstu færslu.

kv. tone

3 ummæli

 1. 20. ágúst 2008 kl. 21.11 | Slóð

  hey frænka. velkomin úr fríi. það sem þú þyngdist um í fríinu á eftir að renna af þér. þú ert búin að standa þig rosalega vel. þarf að taka æþig og systur mínar til fyrirmyndar :D

  hlakka til að fylgjast með þér í vetur :D

 2. María
  21. ágúst 2008 kl. 11.55 | Slóð

  Vááá hvað þú ert dugleg, ætla að mæta í ræktina fyrir vinnu í næstu vikur…er að sjá það að það er ekki alveg að virka fyrir mig að ætla að mæta eftir vinnu…:S

 3. 25. ágúst 2008 kl. 10.48 | Slóð

  Þú ert rosalega dugleg. Drýfa sig bara strax af stað aftur með krafti. Svona á þetta að vera. Gangi þér vel. Kær kveðja Lilat.