Komin úr sumarfríi :-)

jæja þá er sumarfríið á enda og fyrsti vinnudagurinn á morgunn.

Ég verð að viðurkenna að ég stóð mig ekki eins vel í fríinu og ég ætlaði mér og hef bætt töluverðu á mig, það gerir mig bara ennþá ákveðnari í að standa mig betur í vetur.

Ég ætla að mæta í ræktina strax í fyrramálið og reyna að komast sem fyrst inn í sömu rútínu og ég var í, s.s vakna og fara í ræktina kl 05:30.

Ég hef ákveðið að fara ekki í vigtun til einkaþjálfara í vetur, allavega ekki fyrir áramót. Ætla frekar bara að styðjast við vigtina hérna heima og fara svo í fitumælingu ca á 8 vikna fresti.

ég vigtaði mig í morgun hérna heima og sýndi vigtin 75 kg !! það þýðir að ég er búin að bæta á mig 4,8 kg síðan í lok júní, það kemur mér reyndar ekki á óvart þar sem matarræðið hefur verið í takt við þetta :-/

En svona er lífið, ég held bara áfram og vona að ég verði ekki mjög lengi að ná þessu aftur af mér ;-)

ætla svo að fara að vera duglegri að blogg ……….

kv. tone

Ein ummæli

  1. María
    19. ágúst 2008 kl. 16.41 | Slóð

    Vá hvað þú ert dugleg að skella þér strax í ræktina..er alltaf að reyna að koma mér í gírinn, mætti bara 3svar í síðustu viku og var þá búin að þyngjast um 3 kg…shit hvað þetta er fljótt að koma aftur á mann ef maður er ekki að passa sig!!!