Verð að taka mig aðeins á…

ég datt aðeins úr gírnum :-(

Ég hef slakað aðeins of mikið á í þessari viku, fór ekki á æfingu á þriðjudag, miðvikudag og föstudag. Einnig hefur mataræðið aðeins versnað. En í dag ætla ég að herða mig aftur, vil ekki tapa öllum árganginum sem ég hef náð.

Til dæmis þá var 17. júní, þá fékk ég mér smá nammi og fór svo á American Style og fékk mér ostorgara og franskar. Á fimmtudaginn var ég með saumaklúbb hérna hjá mér og þá var í boði ostakaka, súkkulaðiterta og heitur eplaréttur með ís. Auðvitað missti ég mig í þessu öllu. Á föstudaginn var afgangur af súkkulaðikökunni og ég stóðst ekki mátið, hefði átt að henda henni. Í gær fór ég með krakkana í húsdýragarðinn og var búin að lofa að kaupa ís á leiðinni heim, ég er algjör ísmanneskja og náði að sannfæra mig um að kaupa mér miðstærð af bragðaref en Sara átti að borða hann með mér, sem hún gerði svo ekkert, ég át hann alveg sjálf. Svo i gærkvöldi fórum við á gospeltónleika á Víðistaðartúni þar sem ABC- hjálparstarf er 20 ára núna, þar var boðið upp á súkkilaðiköku, ég ætlaði ekki að fá mér en krakkarnir fengu sér. Stelpan mín kláraði ekki sína og það endaði auðvitað með að ég kláraði hana :-(

En þetta er búið og gert, vona bara að vigtunin komi ekki mikið í plús, yrði sátt við að vera búin að standa í stað.

Í dag ætla ég bara að einbeita mér að því að standa mig betur en undafarna daga, það er liðið og samviskubit hjálpar lítið. Það eina sem ég get gert er að bæta mig og það ætla ég að gera :-)

Hafið þið það gott í dag í góða veðrinu……..

kv. tone

3 ummæli

 1. 22. júní 2008 kl. 10.16 | Slóð

  Þú þarf ekki hafa áhyggjur af því þó þú mistir þig aðeins. Þú ert svo flott að taka þig á aftur. Gangi þér vel.
  Kv. Lilat.

 2. 22. júní 2008 kl. 12.17 | Slóð

  SKvís engar áhyggjur. það koma alltaf smá tími þar sem maður missir sig aðeins. láttu mig þekkja það hehe.

  eins og lílat sagði þá ertu svo fljót að taka þig á aftur. þú ert líka búin að standa þig svo rosalega vel.

  Gangi þér vel skvís.
  kv soffía

 3. María
  23. júní 2008 kl. 9.25 | Slóð

  Vá mín vika var líka ferleg, fór einu sinni á æfingu og mataræðið í rúst…en eins og þú segir er það liðið og þá er bara að sparka í rassinn á sér…:)