vigtun í morgun, allt gengur eins og í sögu :-)

þar sem það er frídagur á morgun, þá fór ég í vigtun í morgun. Í síðustu viku var ég búin að missa 2,4 kg og í þessari viku missti ég 2,2 kg!!!!

Vá ég er ekkert smá ánægð. Þetta er eiginlega full hratt samt, maður fer að spá í hvað sé í gangi, hvort maður sé að missa vöðva og vökva eða hvort það geti verið að þetta sé fita. En ég fer í fitumælingu eftir 2 vikur og þá kemur þetta betur í ljós.

En ég held að ástæðan fyrir þessu sé að ég herti hraustlega á matarræðinu, en samt hef ég alveg leyft mér eitthvað inn á milli.

T.d. á föstudaginn fórum við á KFC og þar fékk ég mér twister (ekki franskar) og í hádeginu á laugardeginum fékk ég grillaðar pulsur í tjaldvagninum hjá mömmu (2 stk) og á laugardagskvöldið var grillað svínakjöt, grilluð kartefla með slatta af hvítlaukssmjöri og salat. Í hádeginu á sunnudaginn fórum við í Smáralindina, þar fékk ég mér crépes (pönnukaka með kjúkling, hrísgrjónum og grænmeti) og í kvöldmatinn var heilsteiktur kjúklingur.

Sérstaklega þegar ég skrifa þetta svona niður, þá sé ég að þetta er nú ekkert megrunarfæði þannig, fékk mér meira að segja einn ís í brauðformi á laugardaginn. Þess vegna er ég nú frekar hissa á þessum 2,2 kg sem fóru núna, en er auvitað mjög sátt.

Núna vantar þá bara 301 gr til að ég fari niður fyrir 70 kg :-)

En núna verð ég bara að halda þetta út, halda áfram á þessari braut og gleyma mér ekki og fara að verða kærulaus.

kv. tone

3 ummæli

 1. María
  16. júní 2008 kl. 14.10 | Slóð

  Glæsilegur árángur hjá þér…enda ertu ekkert smá dugleg og átt sko hrós skilið fyrir það!!! Þú verður komin niður fyrir 70 í næstu viku…:)

 2. 16. júní 2008 kl. 18.18 | Slóð

  Vá frábær hjá þér skvís. Þetta er rosalega góður árangur. innilega til hamingju mðe þetta. mátt sko alveg vera stolt af sjálfri þér allavega er ég það :D

  Er sammála maríu að þú verður kominn undir 70 kg fyrir næstu viktun.

  Þér á sko alveg eftir að takast að halda þér á þessari braut skvís.

 3. 16. júní 2008 kl. 23.59 | Slóð

  Frábær hjá þér.
  Kveðja Lilat.