ég er í góðu skapi :-)

ég er svo ánægð…..

Það var vigtun í morgun og ég léttist um 2,4 kg frá því í síðustu viku. Reyndar er ekki alveg að marka því að í síðustu viku var ég búin að þyngjast um 1,6 kg. Sú þyngdaraukning var að stórum hluta vatn sem ég náði að losa mig við. En ég léttist sem sagt um þessi 1,6 kg og 800 gr betur. Ég vona svo bara að ég missi mig ekki í gleðinni ;-) Ég er semsagt núna 72,5 kg!!! :-)

Þótt að ég vilji léttast aðeins meira þá geri ég mér alveg grein fyrir því að ég er ekki lengur feit, ég er bara orðin frekar grönn. Málið er að ég vil móta mig betur, byggja upp meiri vöðva. Mig langar til að líta hraustlega út, ekki eins og flestar fyrirsætur eru, sem eru ekki með neina vöðva og eru að detta í sundur.

Það er nú líka þannig að það er eins og hugurinn sé lengur á átta sig á því að maður sé að léttast. Ég er þá að tala um þegar ég var að byrja að léttast eftir að hafa verið sem þyngst, þá léttist ég frekar hratt en áttaði mig ekki á því strax. Til dæmis var ég lengi vel að taka of stór föt með mér í mátunarklefan þegar ég var að kaupa mér föt og þegar ég sá myndir af mér þá áttaði maður sig betur á hvað maður væri búin að léttast.

Ég get ekkert kvartað, ég er orðin nokkuð sátt við sjálfan mig (þó ég vilji aðeins móta líkamann betur) og ég er heilsuhraust. Ég hef ágætis úthald, góðan blóðþrýsting og lítið kólesteról í blóði. Mér líður bara nokkuð vel :-)

Ég man eftir þeim tíma þar sem ég komst ekki í gegnum daginn nema að leggja mig, jafnvel þótt ég hafi sofið 8-9 klst yfir nóttina. Núna er ég miklu orkumeiri og hef enga löngun til að leggja mig. Ég man eftir endalausum vöðvabólgum og höfuðverkjum, það hefur mikið lagast þótt ég sé ekki alveg laus við það. Ég man einnig eftir hvað ég var alltaf slæm í hnjánum, það hlýtur að reyna mikið á hnén ef maður er of þungur, þetta hefur líka lagast.

Fyrir mér er það að mæta í ræktina og puða ákveðin hvíld í sjálfum sér. Þarna fær maður 1 -1 1/2 klst ein með sjálfum sér, góða útrás og þótt ótrúlegt megi virðast þá gefur þetta mér líka aukna orku. Ég er miklu hressari þá daga sem ég vakna og fer að æfa áður en ég fer að vinna. Dagurinn nýtist betur og ég kem miklu meiru í verk. Þá daga sem ég ætla að vera rosa góð við mig og sofa til 7, þá er ég bara þreyttari og lengur í gang. Ykkur finnst þetta kannski skrítið en svona er þetta fyrir mér.

 kv. tone

3 ummæli

 1. 10. júní 2008 kl. 23.54 | Slóð

  Mikið er ég sammála þér. Gangi þér vel.
  kær kveðja.

 2. 13. júní 2008 kl. 23.31 | Slóð

  SÆl frænka og til hamingju með þessi 2,4 kíló. bara æðislegt hjá þér. eins og ég var að segja við mömmu fyrir nokkrum dögum og hún var svo sammála mér að þú lítur æðislega vel út. Bara innilega til hamingju með árangurinn.

  ég skil þig og er mikið sammála með að hugurinn er lengur að taka við sér þegar maður er að léttast. manni finnst maður vera svo lengi ennþá mikill þo maður er það ekki. þessi 56 kg sem ég er búin að missa síðan síðasta haust mér finnst þau ennþá vera þarna og meira til.

  En þetta kemur allt saman. og ekki verra þegar það er farið í búð og keypt sér ný föt og maður sér að maður þarf alltaf að mátta minna og minna númer.

  gangi þér rosalega vel með framhaldið skvís. þú getur allt semþú vilt.

 3. 15. júní 2008 kl. 17.23 | Slóð

  ekki 56 kg heldur átti þetta að vera 5-6 kg hehehehe það væri óskandi að 56 væri rétt lol