ekki sátt..

ég er búin að vera að standa mig frekar vel þessa vikunna en samt var ég bara búin að léttast um 400 gr þessa vikunna :o (

Það eru bara 2 dagar í 1. október, þá ætlaði ég að vera orðin 74 kg, er nú ekki bjartsýn að ég léttist um 1,9 kg á 2 dögum.

Eruð þið með einhverjar tillögur fyrir mig…..ég virðist bara vera að hjakka í sama farinu.

kannski er herbalife bara málið í ca 1-2 mánuði á meðan ég kem mér í gang aftur ? veit ekki, einhverju þarf ég að breyta……

kv. tone

verðlaunin mín….

jæja ég er búin að ákveða hvað ég ætla að verðlauna mig með ef ég næ mínum markmiðum.

1. okt = 74 kg     þá ætla ég að kaupa mér nýjan bol í ræktina

1. nóv = 72 kg     þá ætla ég eð leyfa mér að fara í brúnkusprey fyrir ákveðinn hitting sem ég er að fara í nóvember

1. des = 69,9 kg     þá ætla ég að kaupa mér flotta skó

ákveð svo restina seinna.

Ég léttist reyndar bara um 200 gr í þessari viku :-( en ég er allavega ekki að þyngjast.

Þessi helgi var frekar slæm matarræðislega séð, fór út að borða á föstudaginn, í bakarí á laugardagsmorgunninn, í matarboð á laugardagskvöldið og fékk mér þá líka í glas. Fór svo á American style í hádeginu á sunnudeginum og fékk mér hamborgara og franskar. Þannig að ég ætti nú bara að vera fegin að hafa ekki þyngst ;-)

Er dugleg í ræktinni og er að taka mig í gegn í matnum er búin að lofa sjálfri mér að vera búin að léttast meira í næstu viku, enda styttist í 1. okt ef ég ætla að ná markmiðinu mínu.

kv. tone

að setja sér markmið……

ætli það sé ekki komin tími til að setja sér ný markmið. Ég tók ákvörðun í gær um að sparka fast í rassinn á mér :o ) er búin að taka allt of langan tíma í að koma mér í gang. En dagurinn í gær og í dag er búinn að vera fínn og hollur.

Markmiðin mín fram að áramótum eru:

1. október ætla ég að vera orðin 74 kg

1. nóvember ætla ég að vera orðin 72 kg

1. desember ætla ég að vera orðin 69,9 kg

1. janúar ætla ég að vera búin að halda mér undir 70 kg, jólin eru mér frekar erfið.

ég ætla svo að verðlauna mig fyrir hvert markmið sem ég næ, á bara eftir að ákveða hvað það verður :o )

Ætla að hugsa bara um 1 markmið í einu, svo núna er bara að fókusa á að komast í 74 kg fyrir 1. okt !!!

Lofa svo að vera duglegri að blogga

kv.tone

úff hvað er erfitt að byrja aftur….

að koma sér aftur í gírinn er ekkert smá erfitt, en það hefst fyrir rest.

Ég mætti í ræktina á manudagsmorguninn, lyfti eftir prógramminu og tók svo 20 mín brennslu á eftir.

í gær ætlaði ég að fara eftir vinnu en fór ekki :-/ en ég fór í morgun og tók vel á því. Mætti extra snemma til að vera búin að lyfta áður en handboltaleikurinn byrjaði skellti mér svo á brettið og skokkaði þar á meðan 1 hálfleikur var, náði tæpum 5 km :-)

Í leikhlé dreif ég mig heim í sturtu og horfði þar á seinni hálfleikinn, var svo spennt :-)

Matarræðið hefur verið ágætt, ekki eins gott samt og ég hefði viljað en samt miklu betra en það var í sumarfríinu.

Nú þarf ég að fara að setja mér nánari markmið fyrir veturinn, ætla aðeins að pæla í því og set þau örugglega inn í næstu færslu.

kv. tone

Komin úr sumarfríi :-)

jæja þá er sumarfríið á enda og fyrsti vinnudagurinn á morgunn.

Ég verð að viðurkenna að ég stóð mig ekki eins vel í fríinu og ég ætlaði mér og hef bætt töluverðu á mig, það gerir mig bara ennþá ákveðnari í að standa mig betur í vetur.

Ég ætla að mæta í ræktina strax í fyrramálið og reyna að komast sem fyrst inn í sömu rútínu og ég var í, s.s vakna og fara í ræktina kl 05:30.

Ég hef ákveðið að fara ekki í vigtun til einkaþjálfara í vetur, allavega ekki fyrir áramót. Ætla frekar bara að styðjast við vigtina hérna heima og fara svo í fitumælingu ca á 8 vikna fresti.

ég vigtaði mig í morgun hérna heima og sýndi vigtin 75 kg !! það þýðir að ég er búin að bæta á mig 4,8 kg síðan í lok júní, það kemur mér reyndar ekki á óvart þar sem matarræðið hefur verið í takt við þetta :-/

En svona er lífið, ég held bara áfram og vona að ég verði ekki mjög lengi að ná þessu aftur af mér ;-)

ætla svo að fara að vera duglegri að blogg ……….

kv. tone

síðasta viktunin hjá einkaþjálfaranum í bili….

var í morgun.

Ég var 70,2 kg, hefði reyndar verið sáttari við 69,9 hehe en ég er samt bara sátt.

Ég var líka í fitumælingu og ummálsmælingu. Ég náði fínum árangri þar, man bara ekki alveg tölurnar en set þær inn um leið og einkaþjálfarinn sendir mér þær í tölfupósti. Ég man samt að ég var 27,eitthvað í fituprósentu og var búin að missa slatta af centimetrum :-)

núna eru 3 vikur þar til ég fer út, hlakka ekkert smá til. Þótt að einkaþjálfarinn sé komin í sumarfrí ætla ég að halda áfram og vera komin undir 70 kg áður en ég fer út, það er mitt markmið :-)

kv. tone

það var vigtun í gær……..

og ég var búin að þyngjast um 200 gr, er þá núna 70,5 kg.

Ég get nú bara ekki annað en verið sátt við þetta, því miðað við hvernig ég var að standa mig í síðustu viku er ég eigilega bara hissa að hafa ekki þyngst meira ;-)

En núna er ég komin aftur í gírinn, ætla að vera komin niður fyrir 70 kg áður en næsta vigtun er. Hún verður næsta mánudag en ekki þriðjudag þar sem einkaþjálfarinn er að fara í sumarfrí. Þetta verður því síðasta “formlega” vigtunin áður en ég fer út, einnig fer ég í ummálsmælingu og fitumælingu.

Ég ákvað að kaupa mér brennslutöflur til að hjálpa mér á síðustu metrunum, tók inn í morgun og er ekki frá því að ég hafi fundið mun, var orkumeiri og svitnaði meira en ég er vön. Töflurnar heita Thermo DynamX og eru frá EAS.

Fór í búð í gær og keypti mér fullt af grænmeti og ávöxtum. Er komin í stuð :-)

Þegar ég var í einkaþjálfun gaf einkaþjálfarinn mér uppskrift að góðum og frískandi drykk sem er líka mjög vatnslosandi. Mér finnst hann mjög góður og var að spá í að deila honum með ykkur.

Hann er ca 1/4 vatnsmelóna + 1 lime + klakar, allt mixað saman í spað.

Rosalega ferskt og einfalt í þessu góða veðri :-)

kv. tone 

Verð að taka mig aðeins á…

ég datt aðeins úr gírnum :-(

Ég hef slakað aðeins of mikið á í þessari viku, fór ekki á æfingu á þriðjudag, miðvikudag og föstudag. Einnig hefur mataræðið aðeins versnað. En í dag ætla ég að herða mig aftur, vil ekki tapa öllum árganginum sem ég hef náð.

Til dæmis þá var 17. júní, þá fékk ég mér smá nammi og fór svo á American Style og fékk mér ostorgara og franskar. Á fimmtudaginn var ég með saumaklúbb hérna hjá mér og þá var í boði ostakaka, súkkulaðiterta og heitur eplaréttur með ís. Auðvitað missti ég mig í þessu öllu. Á föstudaginn var afgangur af súkkulaðikökunni og ég stóðst ekki mátið, hefði átt að henda henni. Í gær fór ég með krakkana í húsdýragarðinn og var búin að lofa að kaupa ís á leiðinni heim, ég er algjör ísmanneskja og náði að sannfæra mig um að kaupa mér miðstærð af bragðaref en Sara átti að borða hann með mér, sem hún gerði svo ekkert, ég át hann alveg sjálf. Svo i gærkvöldi fórum við á gospeltónleika á Víðistaðartúni þar sem ABC- hjálparstarf er 20 ára núna, þar var boðið upp á súkkilaðiköku, ég ætlaði ekki að fá mér en krakkarnir fengu sér. Stelpan mín kláraði ekki sína og það endaði auðvitað með að ég kláraði hana :-(

En þetta er búið og gert, vona bara að vigtunin komi ekki mikið í plús, yrði sátt við að vera búin að standa í stað.

Í dag ætla ég bara að einbeita mér að því að standa mig betur en undafarna daga, það er liðið og samviskubit hjálpar lítið. Það eina sem ég get gert er að bæta mig og það ætla ég að gera :-)

Hafið þið það gott í dag í góða veðrinu……..

kv. tone

vigtun í morgun, allt gengur eins og í sögu :-)

þar sem það er frídagur á morgun, þá fór ég í vigtun í morgun. Í síðustu viku var ég búin að missa 2,4 kg og í þessari viku missti ég 2,2 kg!!!!

Vá ég er ekkert smá ánægð. Þetta er eiginlega full hratt samt, maður fer að spá í hvað sé í gangi, hvort maður sé að missa vöðva og vökva eða hvort það geti verið að þetta sé fita. En ég fer í fitumælingu eftir 2 vikur og þá kemur þetta betur í ljós.

En ég held að ástæðan fyrir þessu sé að ég herti hraustlega á matarræðinu, en samt hef ég alveg leyft mér eitthvað inn á milli.

T.d. á föstudaginn fórum við á KFC og þar fékk ég mér twister (ekki franskar) og í hádeginu á laugardeginum fékk ég grillaðar pulsur í tjaldvagninum hjá mömmu (2 stk) og á laugardagskvöldið var grillað svínakjöt, grilluð kartefla með slatta af hvítlaukssmjöri og salat. Í hádeginu á sunnudaginn fórum við í Smáralindina, þar fékk ég mér crépes (pönnukaka með kjúkling, hrísgrjónum og grænmeti) og í kvöldmatinn var heilsteiktur kjúklingur.

Sérstaklega þegar ég skrifa þetta svona niður, þá sé ég að þetta er nú ekkert megrunarfæði þannig, fékk mér meira að segja einn ís í brauðformi á laugardaginn. Þess vegna er ég nú frekar hissa á þessum 2,2 kg sem fóru núna, en er auvitað mjög sátt.

Núna vantar þá bara 301 gr til að ég fari niður fyrir 70 kg :-)

En núna verð ég bara að halda þetta út, halda áfram á þessari braut og gleyma mér ekki og fara að verða kærulaus.

kv. tone

ég er í góðu skapi :-)

ég er svo ánægð…..

Það var vigtun í morgun og ég léttist um 2,4 kg frá því í síðustu viku. Reyndar er ekki alveg að marka því að í síðustu viku var ég búin að þyngjast um 1,6 kg. Sú þyngdaraukning var að stórum hluta vatn sem ég náði að losa mig við. En ég léttist sem sagt um þessi 1,6 kg og 800 gr betur. Ég vona svo bara að ég missi mig ekki í gleðinni ;-) Ég er semsagt núna 72,5 kg!!! :-)

Þótt að ég vilji léttast aðeins meira þá geri ég mér alveg grein fyrir því að ég er ekki lengur feit, ég er bara orðin frekar grönn. Málið er að ég vil móta mig betur, byggja upp meiri vöðva. Mig langar til að líta hraustlega út, ekki eins og flestar fyrirsætur eru, sem eru ekki með neina vöðva og eru að detta í sundur.

Það er nú líka þannig að það er eins og hugurinn sé lengur á átta sig á því að maður sé að léttast. Ég er þá að tala um þegar ég var að byrja að léttast eftir að hafa verið sem þyngst, þá léttist ég frekar hratt en áttaði mig ekki á því strax. Til dæmis var ég lengi vel að taka of stór föt með mér í mátunarklefan þegar ég var að kaupa mér föt og þegar ég sá myndir af mér þá áttaði maður sig betur á hvað maður væri búin að léttast.

Ég get ekkert kvartað, ég er orðin nokkuð sátt við sjálfan mig (þó ég vilji aðeins móta líkamann betur) og ég er heilsuhraust. Ég hef ágætis úthald, góðan blóðþrýsting og lítið kólesteról í blóði. Mér líður bara nokkuð vel :-)

Ég man eftir þeim tíma þar sem ég komst ekki í gegnum daginn nema að leggja mig, jafnvel þótt ég hafi sofið 8-9 klst yfir nóttina. Núna er ég miklu orkumeiri og hef enga löngun til að leggja mig. Ég man eftir endalausum vöðvabólgum og höfuðverkjum, það hefur mikið lagast þótt ég sé ekki alveg laus við það. Ég man einnig eftir hvað ég var alltaf slæm í hnjánum, það hlýtur að reyna mikið á hnén ef maður er of þungur, þetta hefur líka lagast.

Fyrir mér er það að mæta í ræktina og puða ákveðin hvíld í sjálfum sér. Þarna fær maður 1 -1 1/2 klst ein með sjálfum sér, góða útrás og þótt ótrúlegt megi virðast þá gefur þetta mér líka aukna orku. Ég er miklu hressari þá daga sem ég vakna og fer að æfa áður en ég fer að vinna. Dagurinn nýtist betur og ég kem miklu meiru í verk. Þá daga sem ég ætla að vera rosa góð við mig og sofa til 7, þá er ég bara þreyttari og lengur í gang. Ykkur finnst þetta kannski skrítið en svona er þetta fyrir mér.

 kv. tone